Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 05. maí 2016 07:00
Arnar Geir Halldórsson
Ronaldo: Við vorum betri en Man City
Joe Hart og Ronaldo slá á létta strengi
Joe Hart og Ronaldo slá á létta strengi
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo var hæstánægður með 1-0 sigurinn á Man City í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Úrslitin þýða að þessi portúgalski markahrókur er á leið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fjórða sinn á sínum ferli en tvisvar hefur hann unnið til gullverðlauna, einu sinni með Man Utd og einu sinni með Real Madrid.

„Við erum ánægðir því við erum komnir í úrslitaleik og það er alltaf sérstök tilfinning," sagði Ronaldo.

Real Madrid komst yfir snemma leiks en ekki voru fleiri mörk skoruð. Þrátt fyrir nauman sigur segir Ronaldo sigurinn ekki hafa verið í hættu.

„Þetta var erfitt en við spiluðum betur en City. Við sköpuðum fleiri færi og vorum mun hættulegri. Við vissum að þeir þyrftu að sækja eftir að við komumst yfir en við höfðum fullkomna stjórn á leiknum."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner