Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 05. maí 2016 18:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Tottenham gæti spilað heimaleiki á Wembley
Wembley
Wembley
Mynd: Getty Images
Tottenham er í viðræðum við enska knattspyrnusambandið um að fá afnot á Wembley á þarnæsta tímabili á meðan nýr völlur er í byggingu hjá félaginu.

Nú er verið að byggja nýjann 61.000 manna völl á móti White Hart Lane sem tekinn verður í notkun tímabilið 2018-19.

Þeir yfirgefa núverandi völl árið 2017 og formaður enska knattspyrnusambandins segir að Wembley gæti orðið heimavöllur Tottenham tímabundið.

Hann segir einnnig að liðið gæti spilað Meistaradeildarleiki strax á næsta tímabili á vellinum þar sem White Hart Lane tekur ekki eins marga áhorfendur og venjulega vegna vinnu við völlinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner