Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 06. maí 2016 19:00
Magnús Már Einarsson
Veistu meira um íslenska boltann en aðrir?
Mynd: Eyjabiti
Eyjabiti er aðalstyrktaraðili leiksins.
Eyjabiti er aðalstyrktaraðili leiksins.
Mynd: Eyjabiti
Fimmta árið í röð stendur Fótbolti.net fyrir Draumaliðsleik í Pepsi-deild karla. Að þessu sinni er Eyjabiti aðalstyrktaraðili deildarinnar sem rekin er af Fóbolta.net í samstarfi við Íslenskan toppfótbolta eins og síðustu ár.

Deildin hefst í 2. umferð í ár og stig leikmanna telja frá og með þeirri umferð .

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Á síðunni er einnig boðið upp á sérstakar einkadeildir þar sem hægt er að keppa við vini og félaga og bera saman árangurinn.

Hver í vinahópnum veit mest um íslenska boltann? Setjið upp skemmtilega keppni í einkadeild og takið þátt í Draumaliðsdeildinni í sumar.

Hægt er að búa til lið selja leikmenn ótakmarkað og gera breytingar á liðinu áður en leikmannaglugginn lokar klukkan 15:00 á morgun, klukkutíma fyrir fyrstu leikina í 2. umferð.

Leikurinn í stuttu máli
Þú færð 100 milljónir króna til að kaupa 15 leikmenn úr Pepsi-deildinni. Leikmennirnir fá síðan stig fyrir frammistöðu sína á vellinum en mörg atriði eru tekin inn í reikninginn í stigagjöfinni.

Hægt er að skrá lið til leiks og gera breytingar á liðinu sínu til klukkan 15:00 á morgun þegar önnur umferðin fer fram.

Taktu þátt og sýndu snilli þína í að velja lið, þátttaka er að sjálfsögðu ókeypis!

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Eyjabiti er aðalstyrktaraðili leiksins í ár. Eyjabiti er harðfiskvinnsla sem er staðsett á Grenivík. Verðlaunahafar í Draumaliðsdeildinni í ár fá harðfisk í verðlaun, en ekki hvað!
Athugasemdir
banner
banner