Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 05. maí 2016 14:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Yaya Toure hélt hann væri að fara til United
Yaya Toure í leiknum í gær.
Yaya Toure í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Yaya Toure hefur viðurkennt að hafa haldið að hann væri að fara til Manchester United en ekki Manchester City þegar hann yfirgaf Barcelona árið 2010.

Fílbeinsstrendingurinn fór til City á 24 milljónir punda og varð fljótlega einn af máttarstóplum liðsins er þeir unnu deildina tvisvar og enska bikarinn einu sinni.

Toure segist ekki hafa vitað að hann væri á leiðinni til City fyrr en umboðsmaður hans sagði honum að liðið spilaði í bláum treyjum.

„Umboðsmaðurinn minn þurfti að segja mér að þetta var liðið sem spilaði í bláu treyjunum. Á þeim tíma var United töluvert stærra lið. Ég ber mikla virðingu fyrir Manchester United."

Þrátt fyrir að Manchester City hafi dottið út úr Meistaradeild Evrópu í gær, var Toure samt sem áður stoltur að hafa náð svo langt.

„Að vera í þessum hóp, sem er að skrifa sig í sögubækurnar, er ótrúlegt," sagði Toure.
Athugasemdir
banner
banner
banner