Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 05. maí 2016 07:30
Jakob Hákonarson
Heimild: Mbl.is 
Zidane sá þriðji í sögu Real Madrid
Strax kominn í sögubækurnar sem knattspyrnustjóri
Strax kominn í sögubækurnar sem knattspyrnustjóri
Mynd: Getty Images
Zinédine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, er kominn í úrslit Meistaradeildarinnar með liðið sitt eftir sigur á Manchester City í kvöld. Þar mun Real mæta nágrönum sínum og erkifjendum í Altlético Madrid þann 28. maí í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Eins og fótboltaáhugamenn vita er Zidane einn besti fótboltamaður sögunnar og var gríðarlega sigursæll sem leikmaður. Bæði með franska landsliðinu og Real Madrid. Þessi árangur hans sem knattspynustjóri Real Madrid gerir það að verkum að hann bætist í fámennan en góðmennan hóp þriggja einstaklinga sem eru þeir einu í sögu Real Madrid sem hafa leikið til úrslita í Meistaradeildinni sem leikmenn liðsins en einnig stýrt liðinu sem þjálfarar þess.

Þeir tveir sem fyrir komu hans voru í þessum hóp eru Miguel Munoz, leikmaður liðsins frá árunum 1948-1958 og stjórnaði því svo 1959 og aftur 1960-1974. Hin er hin sigursæli og jafnframt núverandi þjálfari spænska landsliðsins Vicente del Bosque, sem lék sem leikmaður með liðinu frá árunum 1968-1984 og seinna stjórnaði því árið 1994 og aftur 1999-2003.
Athugasemdir
banner
banner