Haaland að fá nýjan risasamning - Ruud í molum - Llorente aftur í úrvalsdeildina? - Cherki til Liverpool?
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
Sverrir Ingi klár í slaginn: Við verðum ferskir á laugardaginn
Jói Berg á staðnum þar sem hann gifti sig - „Yndislegt að rifja upp góðar minningar“
Davíð Snorri: Hægt að grenja úti í horni en við hjálpumst að og leysum vandamálin
Virðist stutt í næsta skref Loga - „Það er góð spurning“
Mikael Egill: Eiginlega ólýsanlegt að spila í Serie A
Dagur elskar ævintýrin í MLS: Allt bensín var búið og maturinn líka
Willum finnur fyrir ást í Birmingham - „Klúbbur sem á alls ekki að vera þarna“
   fös 05. júní 2015 18:30
Elvar Geir Magnússon
Arnór Sveinn: Þurfum að gíra okkur í slag gegn Leikni
Arnór Sveinn Aðalsteinsson.
Arnór Sveinn Aðalsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er heil umferð á sunnudag í Pepsi-deildinni en Breiðablik fer í Breiðholtið og mætir þar nýliðum Leiknis sem hafa farið vel af stað.

„Leiknir hefur spilað gríðarlega vel í byrjun móts og við erum á góðu rönni. Ég held að þetta gæti orðið mjög skemmtilegur leikur. Það er lykilatriði að gíra sig vel og vera tilbúnir í slag því þeir eru mjög „agressívir" og við verðum að mæta því," segir Arnór Sveinn Aðalsteinsson, fyrirliði Breiðabliks.

Blikarnir eru komnir á gott skrið í deildinni.

„Þjálfararnir virðast vera að gera gríðarlega góða hluti. Maður sér góða holningu og gott skipulag á liðinu."

Arnór hefur verið frá vegna höfuðmeiðsla en honum líður nokkuð vel í dag. „Ég tók frekar þunga æfingu í gær og finn ekkert eftir hana svo ég held að ég sé klár. Ég stefni á að vera með á sunnudaginn," segir Arnór en viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner