Það er heil umferð á sunnudag í Pepsi-deildinni en Breiðablik fer í Breiðholtið og mætir þar nýliðum Leiknis sem hafa farið vel af stað.
„Leiknir hefur spilað gríðarlega vel í byrjun móts og við erum á góðu rönni. Ég held að þetta gæti orðið mjög skemmtilegur leikur. Það er lykilatriði að gíra sig vel og vera tilbúnir í slag því þeir eru mjög „agressívir" og við verðum að mæta því," segir Arnór Sveinn Aðalsteinsson, fyrirliði Breiðabliks.
Blikarnir eru komnir á gott skrið í deildinni.
„Þjálfararnir virðast vera að gera gríðarlega góða hluti. Maður sér góða holningu og gott skipulag á liðinu."
Arnór hefur verið frá vegna höfuðmeiðsla en honum líður nokkuð vel í dag. „Ég tók frekar þunga æfingu í gær og finn ekkert eftir hana svo ég held að ég sé klár. Ég stefni á að vera með á sunnudaginn," segir Arnór en viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir