Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks var að vonum vonsvikinn eftir 2-1 tap sinna stelpna gegn Stjörnunni í 16-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna í kvöld.
Breiðablik komst yfir í fyrri hálfleik en tvö mörk Stjörnunnar um miðbik fyrri hálfleiks tryggði þeim sigurinn í leiknum.
Breiðablik komst yfir í fyrri hálfleik en tvö mörk Stjörnunnar um miðbik fyrri hálfleiks tryggði þeim sigurinn í leiknum.
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 1 Breiðablik
„Það má segja að við höfum sofnað á verðinum í nokkrar mínútur í tvö skipti. Einbeitingarleysi eða það að við vorum ekki nægilega grimmar inn í teignum. Það verður okkur að falli í dag. Við sköpum fín færi í fyrri hálfleik, og fáum tækifæri til að komast í 2-0 og við hefðum getað komist fyrr yfir."
„Þú þarft að klára færi á móti svona liðum. Þú getur heldur ekki gefið færi á þér. Mér fannst við heilt yfir vera spila vel varnarlega og vorum ekkert að opna okkur neitt. Ég held að þær ekki fengið eitt dauðafæri í leiknum."
Breiðablik og Stjarnan mætast í fjórða sinn í sumar á þriðjudaginn. Stjarnan hefur unnið alla þrjá leikina í sumar og Þorsteinn vonast til að geta breytt því á þriðjudaginn.
„Það er nýr leikur. Við þurfum að byrja upp á nýtt og vera í sömu atriðum sterkari og gefa fá færi á okkur. Þá erum við með góðar líkur á að vinna þær á þriðjudaginn. Og við ætlum að vinna þær á þriðjudaginn," sagði Þorsteinn.
Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir