Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
banner
   fös 05. júní 2015 21:46
Arnar Daði Arnarsson
Steini Halldórs: Ætlum að vinna þær á þriðjudaginn
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks var að vonum vonsvikinn eftir 2-1 tap sinna stelpna gegn Stjörnunni í 16-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna í kvöld.

Breiðablik komst yfir í fyrri hálfleik en tvö mörk Stjörnunnar um miðbik fyrri hálfleiks tryggði þeim sigurinn í leiknum.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Breiðablik

„Það má segja að við höfum sofnað á verðinum í nokkrar mínútur í tvö skipti. Einbeitingarleysi eða það að við vorum ekki nægilega grimmar inn í teignum. Það verður okkur að falli í dag. Við sköpum fín færi í fyrri hálfleik, og fáum tækifæri til að komast í 2-0 og við hefðum getað komist fyrr yfir."

„Þú þarft að klára færi á móti svona liðum. Þú getur heldur ekki gefið færi á þér. Mér fannst við heilt yfir vera spila vel varnarlega og vorum ekkert að opna okkur neitt. Ég held að þær ekki fengið eitt dauðafæri í leiknum."

Breiðablik og Stjarnan mætast í fjórða sinn í sumar á þriðjudaginn. Stjarnan hefur unnið alla þrjá leikina í sumar og Þorsteinn vonast til að geta breytt því á þriðjudaginn.

„Það er nýr leikur. Við þurfum að byrja upp á nýtt og vera í sömu atriðum sterkari og gefa fá færi á okkur. Þá erum við með góðar líkur á að vinna þær á þriðjudaginn. Og við ætlum að vinna þær á þriðjudaginn," sagði Þorsteinn.

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner