Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   sun 05. júní 2016 23:19
Magnús Þór Jónsson
Arnar: Þurfum að vera beittari fram á við
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Blikar misstu sæti sitt á toppi Pepsideildar í kvöld með 0-1 tapi fyrir FH á Kópavogsvelli.  Arnar þjálfari hafði þetta að segja.

"Mér fannst FH-ingarnir koma betur inn í leikinn og betri fyrstu 10 mínúturnar, eftir það vorum við betri í fyrri hálfleik og allan seinni hálfleikinn.  Þeir vörðust bara og pökkuðu í vörn en gerðu það mjög vel."

Blikar voru mikið með boltann í leiknum, taldi Arnar það vera plan FH-inga eða eitthvað sem gerðist í leiknum sjálfum?

"Ef ég þekki FH-inga rétt þá vilja þeir vera með boltann, ég met það þannig að við höfum verið sterkari.  Það sem við þurfum að laga er að vera beittari fram á við."

12 stig eftir 7 umferðir, er það á pari við væntingar í Kópavoginum hingað til?

"Nei, en þetta er einn pakki og flestir búnir að tapa mörgum stigum.  Við hefðum viljað vera með fleiri stig eins og fleiri lið.  Ef að við spilum eins og við gerðum í kvöld fáum við fullt af stigum"

Nánar er rætt við Arnar í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner
banner