Blikar misstu sæti sitt á toppi Pepsideildar í kvöld með 0-1 tapi fyrir FH á Kópavogsvelli. Arnar þjálfari hafði þetta að segja.
"Mér fannst FH-ingarnir koma betur inn í leikinn og betri fyrstu 10 mínúturnar, eftir það vorum við betri í fyrri hálfleik og allan seinni hálfleikinn. Þeir vörðust bara og pökkuðu í vörn en gerðu það mjög vel."
"Mér fannst FH-ingarnir koma betur inn í leikinn og betri fyrstu 10 mínúturnar, eftir það vorum við betri í fyrri hálfleik og allan seinni hálfleikinn. Þeir vörðust bara og pökkuðu í vörn en gerðu það mjög vel."
Blikar voru mikið með boltann í leiknum, taldi Arnar það vera plan FH-inga eða eitthvað sem gerðist í leiknum sjálfum?
"Ef ég þekki FH-inga rétt þá vilja þeir vera með boltann, ég met það þannig að við höfum verið sterkari. Það sem við þurfum að laga er að vera beittari fram á við."
12 stig eftir 7 umferðir, er það á pari við væntingar í Kópavoginum hingað til?
"Nei, en þetta er einn pakki og flestir búnir að tapa mörgum stigum. Við hefðum viljað vera með fleiri stig eins og fleiri lið. Ef að við spilum eins og við gerðum í kvöld fáum við fullt af stigum"
Nánar er rætt við Arnar í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir