„Mér fannst betra liðið vinna í dag. Það er nokkuð ljóst," sagði Arnþór Ari Atlason eftir 3-2 sigur Breiðabliks á ÍA í kvöld.
„Við vorum komnir í djúpa holu til að byrja með en við erum komnir með þrjá sigra núna og vonandi komnir upp úr henni. Þetta er jöfn deild og allt getur gerst. Ef við náum okkar leik þá getum við unnið öll lið."
„Við vorum komnir í djúpa holu til að byrja með en við erum komnir með þrjá sigra núna og vonandi komnir upp úr henni. Þetta er jöfn deild og allt getur gerst. Ef við náum okkar leik þá getum við unnið öll lið."
Lestu um leikinn: ÍA 2 - 3 Breiðablik
Arnþór Ari skoraði tvö í dag en hann og fremstu menn Breiðabliks eru komnir í gang eftir brösuga byrjun á tímabilinu.
„Við fremstu menn höfum eðlilega fengið smá baun á okkur. Við vorum ekki að spila nógu vel og skapa. Við erum að gera vel núna og við þurfum að gera það áfram."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir