Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 05. júlí 2015 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: ESPN 
Bartra ætlar að berjast fyrir sæti sínu hjá Barcelona
Marc Bartra
Marc Bartra
Mynd: Getty Images
Marc Bartra, varnarmaður Barcelona, segist hafa hugsað um að yfirgefa félagið á síðustu leiktíð, en hann sé núna tilbúinn að berjast fyrir sæti sínu.

Bartra kom aðeins við sögu í 14 deildarleikjum hjá Barcelona á síðasta tímabili og var hann mjög ósáttur með það.

"Endirinn á tímabilinu var mjög erfiður, af því að í fyrstu var ég að spila mikið, en svo missti ég sætið mitt. Ég var farinn að hugsa um að yfirgefa félagið sem hafði alltaf komið svo vel fram við mig," sagði Bartra.

Hins vegar hefur Bartra ákveðið að vera áfram hjá Barca og berjast fyrir sæti sínu þar.

"Ég var farinn að efast um mig, en með þjálfara eins og Luis Enrique veistu að allt getur breyst á einu ári og ég ætla að gefa allt í þetta."

Bartra á erfitt verkefni fyrir höndum, en hann þarf að berjast við leikmenn eins og Javier Mascherano, Gerard Pique og Thomas Vermaelen um sæti í byrjunarliði Barcelona.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner