Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 05. júlí 2015 15:10
Arnar Geir Halldórsson
Berlusconi gælir við endurkomu Zlatan til AC Milan
Zlatan er sárt saknað í Mílanóborg
Zlatan er sárt saknað í Mílanóborg
Mynd: Getty Images
Silvio Berlusconi, eigandi AC Milan, hefur gefið sögusögnum um endurkomu Zlatan Ibrahimovic byr undir báða vængi.

Zlatan hefur verið orðaður við AC Milan að undanförnu en Svíinn hefur reyndar sjálfur látið hafa eftir sér að hann sé ánægður í herbúðum PSG.

Berlusconi virðist þó ekki vera búinn að gefast upp á því að reyna að fá þennan 33 ára framherja til að snúa aftur á San Siro.

„Ég veit að stuðningsmennirnir myndu vilja sjá hann spila aftur í okkar búningi. Og ég vil það að sjálfsögðu líka", sagði Berlusconi í samtali við sjónvarpsstöð ítalska félagsins í gær.

Gengi AC Milan var ekki gott á síðustu leiktíð en liðið endaði í 10.sæti Serie A og hefur lítið getað síðan Zlatan yfirgaf félagið árið 2012.

Sinisa Mihajlovic tók nýverið við stjórastarfinu hjá AC Milan og hefur nú þegar fjárfest í tveim nýjum framherjum, þeim Carlos Bacca og Luiz Adriano.
Athugasemdir
banner
banner
banner