Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 05. júlí 2015 22:42
Elvar Geir Magnússon
Bjarni: Viljum ekki vera að fagna afmælum úti í bæ
Bjarni Guðjónsson.
Bjarni Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við viljum berjast um titla í þessum keppnum sem við erum í. Þegar kemur að bikarnum þurfum við að vinna þessa leiki til að koma okkur áfram," segir Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, eftir sigur gegn FH í bikarnum 2-1.

„Mér fannst þetta sanngjarn sigur en tek ekkert af FH-ingum. Það er erfitt að spila á móti þeim. Þeir eru mjög vel spilandi fótboltalið."

Gary Martin lagði upp fyrra markið og skoraði það seinna.

„Hann stendur sig yfirleitt vel. Ég var búinn að vera mjög ánægður með hann þessa leiki sem hann spilaði áður en hann meiddist þó hann hafi ekki skorað eins mikið og hann hefði viljað sjálfur. Liðið var að skora og ég er búinn að vera mjög ánægður með Gary allan tímann og það er fullt af mörkum í honum. Góður leikmaður," segir Bjarni,

Gary er að fá aukna samkeppni en Hólmbert Aron Friðjónsson fær leikheimild með KR síðar í þessum mánuði.

„Góð lið verða að hafa samkeppni. Hópurinn okkar er ekki mjög breiður en hann er þéttur og jafn, Það er samkeppni um þær stöður sem eru í boði. Strákarnir hafa tekið því vel og það eru allir á tánum."

KR gerði 1-1 jafntefli við írska liðið Cork í síðustu viku og það er nóg í gangi hjá KR um þessar mundir.

„Svona viljum við hafa þetta. Við viljum ekki vera að spila golf eða fagna afmælum út í bæ. Við viljum vera að spila fótbolta og til þess erum við í þessu. Þetta er skemmtilegasti tíminn á árinu til að vera að spila fótbolta, um mitt sumarið. Það þarf bara að stýra álaginu á milli á æfingum og það hefur gengið ágætlega," segir Bjarni.

Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner