Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 05. júlí 2015 14:15
Arnar Geir Halldórsson
Crystal Palace reynir að kaupa Cabaye
Gæti verið á leið aftur í enska boltann
Gæti verið á leið aftur í enska boltann
Mynd: Getty Images
Steve Parish, formaður Crystal Palace, staðfestir að félagið sé í viðræðum við PSG um kaup á Yohan Cabaye.

Alan Pardew, stjóri Palace, þekkir vel til Cabaye eftir að hafa unnið með kappanum hjá Newcastle með góðum árangri.

Cabaye er sagður vera að hugsa sér til hreyfings en hann hefur ekki náð að vinna sér inn fast byrjunarliðssæti hjá PSG síðan hann kom til félagsins frá Newcastle.

Vitað er af áhuga frá Roma en Parish vonast til að sannfæra Cabaye um að koma á Selhurst Park.

„Við erum að reyna að ganga frá þessum kaupum. Ef það gengur eftir yrði það stórt skref fyrir félagið. Hann er þrautreyndur landsliðsmaður. Við viljum vera í efri helming deildarinnar og til þess þurfum leikmenn í þeim klassa", sagði Parish.

Cabaye á 38 landsleiki fyrir Frakkland en þessi 29 ára gamli miðjumaður lék með Lille áður en hann hélt til Newcastle árið 2011.
Athugasemdir
banner
banner
banner