Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 05. júlí 2015 12:15
Arnar Geir Halldórsson
Eina eftirsjáin á ferlinum að hafa hafnað Man Utd
Riquelme átti frábær ár með Villarreal
Riquelme átti frábær ár með Villarreal
Mynd: Getty Images
Juan Roman Riquelme lagði nýverið skóna á hilluna frægu en þessi 37 ára Argentínumaður segir það eina sem hann sjái eftir á ferlinum sé að hafa hafnað Man Utd.

Riquelme gerði garðinn frægan með Villarreal á árunum 2003-2007, eftir stutt stopp hjá Barcelona, en stærstan hluta ferils síns lék hann með Boca Juniors í heimalandinu.

Riquelme er goðsögn í Argentínu en hann var fjórum sinnum á sínum ferli valinn knattspyrnumaður ársins í Argentínu.

Tímabilið 2005/2006 sló Riquelme í gegn með liði Villarreal sem komst þá í undanúrslit Meistaradeildarinnar en tapaði þar fyrir Arsenal. Á þessum tíma reyndi SIr Alex Ferguson, stjóri Man Utd, að sannfæra Riquelme um að koma á Old Trafford.

„Eina eftirsjáin á ferlinum er ákvörðunin sem ég tók, á hóteli í London fyrir undanúrslitaleikinn við Arsenal, þegar Manchester United vildi kaupa mig en ég sagði nei".

„Ég vildi vera áfram hjá Villarreal af því að mér leið mjög vel þar",
segir Riquelme í samtali við spænska dagblaðið Mundo Deportivo.

Í kjölfarið keypti Man Utd miðvallarleikmann frá Tottenham sem átti heldur betur eftir að slá í gegn á Old Trafford, sjálfan Michael Carrick.
Athugasemdir
banner
banner
banner