sun 05. júlí 2015 15:50
Arnar Geir Halldórsson
Heimild: HSV 
Emir Spahic til Hamburg (Staðfest)
Kominn til Hamborgar
Kominn til Hamborgar
Mynd: Getty Images
HSV Hamburg hefur gengið frá samningum við bosníska landsliðsmiðvörðinn Emir Spahic.

Spahic kemur til Hamburg á frjálsri sölu en Bayer Leverkusen rifti samningi sínum við kappann síðastliðið vor eftir að hann réðst á starfsmann félagsins eftir tapleik gegn Bayern Munchen.

Hamburg hélt sæti sínu í Bundesligunni með naumindum en liðið lenti í þriðja neðsta sæti deildarinnar og þurfti því að keppa við þriðja efsta lið B-deildar til að útkljá um hvort liðið myndi leika meðal þeirra bestu.

Spahic gerir eins árs samning við Hamburg en þessi 34 ára gamli reynslubolti hefur farið víða á ferli sínum og meðal annars spilað í Rússlandi, Frakklandi og Spáni auk Þýskalands.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner