Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 05. júlí 2015 16:15
Arnar Geir Halldórsson
Jens Lehmann vill sjá meira frá Özil
Mynd: EPA
Jens Lehmann, fyrrum markvörður Arsenal og Þýskalands, vill sjá landa sinn, Mesut Özil, taka leik sinn upp á næsta stig á næsta tímabili.

Özil hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í leikjum gegn sterkari andstæðingum en hann skoraði fjögur mörk og lagði upp fimm í 21 deildarleik á síðustu leiktíð.

„Allir vita að hann getur verið frábær leikmaður. En þú verður að vera frábær í stóru leikjunum. Það er ekki hægt að vera frábær gegn litlu liðunum og týnast svo í stórleikjunum", segir Lehmann í viðtali við Sun sem birt var í dag.

Özil er 26 ára gamall og hefur Lehmann fulla trú á að hann muni bæta sig þegar fram líða stundir.

„Hann getur klárlega gert það en nú er það hans að sýna það. Að sjálfsögðu getur hann bætt sig. Þú getur ekki gert það eftir að þú hættir að spila en alla daga fram að því getur maður bætt sig.
Athugasemdir
banner
banner
banner