„Ég heyrði að það var verið að kalla á lækni aftur og aftur og vissi ekki alveg hvað var í gangi," sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, í viðtali við Fótbolta.net eftir 1-1 jafntefli við Úkraínu í kvöld.
Aron Einar virkaði mjög áhyggjufullur í sjónvarsviðtali á RÚV eftir leik. Leit stóð þá yfir að lækni eftir að það leið yfir Ara Frey Skúlason í búningsklefa íslenska landsliðsins.
„Ég vissi ekki að ég væri live og ég biðst afsökunar á að fólk hafi haldið að það væri eitthvað alvarlegt í gangi."
Aron Einar virkaði mjög áhyggjufullur í sjónvarsviðtali á RÚV eftir leik. Leit stóð þá yfir að lækni eftir að það leið yfir Ara Frey Skúlason í búningsklefa íslenska landsliðsins.
„Ég vissi ekki að ég væri live og ég biðst afsökunar á að fólk hafi haldið að það væri eitthvað alvarlegt í gangi."
„Ara vantaði sykur bara. Það leið aðeins yfir hann eftir leikinn. Það er eins og gengur og gerist eftir svona átök. Ari er í góðu lagi og hann kemur mjög líklega hoppandi á hækjum hér eftir smá."
Ísland komst yfir í leiknum í kvöld þegar Alfreð Finnbogason skoraði en Úkraínumenn jöfnuðu fyrir hlé.
„Þetta var hark. Við vorum þéttir og fengum ekki mörg færi á okkur. Við vorum að tapa þessum auðveldu sendingum aðeins of oft og við þurfum að bæta það. Við fengum samt færi, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við þurfum að klára þau, ef við hefðum gert það þá hefðum við drepið þennan leik niður Við lærum af því. Við erum alltaf að læra, við þurfum að fókusa á það."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir