Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 05. október 2015 14:00
Magnús Már Einarsson
Benzema þreyttur á að vera tekinn af velli
Mynd: Getty Images
Franski framherjinn Karim Benzema er ósáttur við að vera alltaf tekinn af velli hjá Rafa Benítez, þjálfara Real Madrid.

Benzema hefur verið tekinn af velli í fimm af fyrstu sex leikjum tímabilsins. Eftir að hafa skorað gegn Atletico Madrid í gær þá var Benzema tekinn af velli fyrir Mateo Kovacic á 77. mínútu.

„Það er satt að skiptispjaldið sýnir alltaf númer 9. Spyrjið Benítez af hverju það er," sagði Benzema svekktur.

„Þjálfarinn ákveður skiptingar og ég er bara hér til að hjálpa liðsfélögum mínum."

„Það er satt að ég er orðinn þreyttur á því að vera tekinn af velli. Ég er rólegur og reyni að hjálpa liðinu að ná úrslitum. Hann tók mig af velli til að verjast og ná úrslitum."
Athugasemdir
banner