mán 05. október 2015 19:18
Magnús Már Einarsson
Bjarni Jó mætti til Eyja í dag - Gæti tekið við ÍBV
Bjarni Jóhannsson.
Bjarni Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Bjarni Jóhannsson kemur til greina sem næsti þjálfari ÍBV en þetta staðfesti Ingi Sigurðsson, gjaldkeri knattspyrnudeildar ÍBV, í samtali við Vísi í kvöld.

Bjarni mætti til Eyja í dag til að fara í viðræður við Eyjamenn en hann er án starfs eftir að hafa verið sagt upp hjá KA í ágúst síðastliðnum.

Stjórn ÍBV er með nokkra menn á blaði og að sögn Inga er Bjarni einn af þeim.

Bjarni þekkir vel til í Eyjum en ÍBV varð Íslandsmeistari undir hans stjórn árin 1997 og 1998 sem og bikarmeistari síðara árið.

Eyjamenn eru fimmta árið í röð í leit að þjálfara að hausti til eftir að Jóhannes Harðarson og Ásmundur Arnarsson gáfu báðir afsvar um að halda áfram.

Sjá einnig:
ÍBV í þjálfaraleit fimmta árið í röð - „Erum í góðri æfingu"
Athugasemdir
banner
banner