Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 05. október 2015 15:30
Magnús Már Einarsson
Erlend og íslensk félög sýna Pablo Punyed áhuga
Pablo Punyed.
Pablo Punyed.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pablo Punyed, leikmaður Stjörnunnar, segir ekki ljóst hvort að hann muni spila áfram í Garðabænum næsta sumar en samningur hans rennur út um miðjan mánuðinn.

Hinn 25 ára gamli Pablo er að skoða möguleika erlendis og önnur íslensk félög hafa einnig sýnt honum áhuga.

„Stjarnan gerði samningstilboð í sumar en ég vildi bíða þar til eftir tímabilið. Ég hef ekki ennþá fengið annað tilboð," sagði Pablo við Fótbolta.net í dag.

Pablo er í landsliði El Salvador sem mætir Haíti á laugardag og Gvatemala í næstu viku. Eftir það mun hann æfa með erlendum félögum.

„Ég fer líklega til félaga á reynslu eftir landsleikina og þær æfingar munu ráða miklu."

„Umboðsmaður minn hefur talað um mjög góð tilboð hér á Íslandi og erlendis svo ég mun bíða. Ég er ekki að drífa mig, þetta kemur í ljós í framtíðinni."


Pablo hefur verið fastamaður í liði Stjörnunnar undanfarin tvö ár en þessi fjölhæfi leikmaður spilaði áður í eitt ár með Fylki og eitt ár með Fjölni.
Athugasemdir
banner
banner