mán 05. október 2015 21:53
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: 101gg 
Klopp tekur við Liverpool í vikunni
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar eru almennt sammála um að Jürgen Klopp taki við Liverpool í vikunni.

Brendan Rodgers var látinn fara um helgina og er Klopp efstur á óskalista Liverpool.

Greint var frá því í dag að samræður milli Klopp og Liverpool gengu vel og nú segja helstu fréttamiðlarnir, á borð við The Guardian, Times, Sky og Telegraph, að Klopp verði tekinn við liðinu fyrir vikulok.

Tímasetningin er góð fyrir Liverpool þar sem landsleikjahlé er í gangi og tvær vikur í næsta leik.

Klopp gerði góða hluti við stjórnvölinn hjá Mainz og Borussia Dortmund og er talinn meðal bestu knattspyrnustjóra heims. Stuðningsmenn Liverpool eru almennt mjög ánægðir með stjóravalið.

Klopp mun því að öllum líkindum vera á hliðarlínunni þegar Liverpool leikur við Tottenham laugardaginn 17. október.
Athugasemdir
banner
banner
banner