mán 05. október 2015 14:27
Magnús Már Einarsson
Liverpool hefur samband við Klopp
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur haft samband við umboðsmenn Jurgen Klopp með það fyrir augum að fá hann sem næsta knattspyrnustjóra. BBC greindi frá þessu í dag.

Brendan Rodgers var rekinn úr starfi í gær eftir að Liverpool hafði einungis náð í einn sigur í síðustu níu leikjum.

Klopp þykir líklegastur til að taka við starfinu og Liverpool hefur nú haft samband við hann.

Þjóðverjinn hefur verið í fríi frá fótbolta síðan hann hætti með Borussia Dortmund síðastliðið vor.

Carlo Ancelotti hefur einnig verið orðaður við stöðuna hjá Liverpool en eins og staðan er í dag þá þykir Klopp vera mun líklegri kostur.
Athugasemdir
banner
banner