mán 05. október 2015 16:54
Magnús Már Einarsson
Mourinho ákærður fyrir ummæli sín
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sín eftir 3-1 tapið gegn Southampton um helgina.

„Dómararnir eru hræddir við að dæma fyrir Chelsea. Í stöðunni 1-1 áttum við að fá vítaspyrnu og í enn eitt skiptið fáum við hana ekki," sagði Mourinho eftir leikinn um helgina.

„Ef að knattspyrnusambandið vill refsa mér, þá má það gera það. Þeir refsa ekki öðrum stjórum, þeir refsa bara mér."

„Þessi vítaspyrna var ansi stór dómur, því eftir það misstum við sjálfstraustið og leikur okkar hrundi hrundi."


Mourinho gæti átt von á leikbanni fyrir ummælin en hann hefur tíma fram á fimmtudag til að áfrýja.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner