Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 05. október 2015 14:07
Magnús Már Einarsson
Óvíst hvort Jacob Shoop verði áfram hjá KR
Jacob Schoop.
Jacob Schoop.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óvíst er hvort miðjumaðurinn öflugi Jacob Schoop muni spila áfram með KR á næsta tímabili.

Jacob samdi við KR-inga í apríl síðastliðnum en samningur hans rennur út eftir nokkra daga.

„Ég ætla að fara í frí og svo sé ég hvaða möguleikar eru í boði. Ég ætla að ræða við umboðsmann minn og velja besta möguleikann," sagði Jacob við bold.dk í dag.

„Ég tel að ég sé betri leikmaður núna en þegar ég fór til Íslands. Ég er opinn fyrir öllu og þarf að meta hvað er best fyrir mig, bæði hvað varðar hlutverk sem ég fæ og styrkleika á deildum."

Jacob var frábær fyrri hluta sumars en hann var í liði fyrri umferðar á Fótbolta.net. Síðari hluta sumars dalaði hann mikið líkt og KR liðið.

„Brons eru vonbrigði fyrir félag eins og KR. Við töpuðum líka bikarúrslitaleiknum svo þetta var ekki ákjósanlegt. Þetta leit vel út um mitt mót þgar við vorum komnir í bikarúrslit og vorum með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar. Maður má hins vegar ekki við því að misstíga sig þegar tímabilið er svona stutt eins og á Íslandi," sagði Jacob við bold.dk.
Athugasemdir
banner
banner
banner