Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 05. október 2015 17:45
Magnús Már Einarsson
Rodgers: Ótrúlega vonsvikinn að yfirgefa Liverpool
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, fráfarandi stjóri Liverpool, sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis í dag.

Rodgers var rekinn frá Liverpool í gær eftir að hafa stýrt liðinu síðan árið 2012.

Yfirlýsing Brendan Rodgers:
Ég er auðvitað ótrúlega vonsvikinn að yfirgefa fótboltafélagið Liverpool. Það hefur verið heiður og forréttindi að stýra einu stórkostlegasta liði fótboltans undanfarin þrjú ár. Ég hef lagt hart að mér á hverjum degi við að leggja mig fram fyrir félagið og bæta einstaklinga og lið sem magnaðir stuðningsmenn félagsins geta verið stoltir af.

Það hafa verið nokkur mjög eftirminnilega augnablik á tíma mínum hjá Liverpool og ég vil þakka öllum leikmönnunum fyrir sitt framlag. Núverandi hópur er í mótun en þar eru miklir hæfileikar og liðið er að sýna mikla samkennd. Ég býst við að halda áfram að sjá liðið vaxa og dafna á komandi vikum og ég óska leikmönnum og eftirmanni mínum alls hins besta út tímabilið.

Liverpool er magnað félag og ég ber ómælda virðingu fyrir sögu, hefð og gildunum sem gera borgina og félagið svona einstakt.

Eins og með leikmenn mína þá vil ég þakka öllum sem tengjast félaginu: Fenway Sports Group, stjórnarmönnum Liverpool, sérstaklega Ian Ayre, þjálfaraliðinu, starfsfólki félagsins, sjálfboðaliðunum, starfsfólkinu í akademíunni, ungu leikmönnunum og auðvitað ótrúlegum stuðningsmönnum Liverpool sem hafa sýnt ómældan stuðning og ástríðu sem hefur gert tíma minn hjá félaginu svo sérstakan.

Að lokum vil ég þakka John W. Henry, Tom Werner og Mike Gordon sérstaklega. Þeir gáfu mér þetta frábæra tækifæri og jafnvel þó að við vinnum ekki áfram saman þá er ég viss um að samband okkar og vinskapur mun halda áfram í framtíðinni.
Athugasemdir
banner
banner