banner
   mán 05. október 2015 13:44
Magnús Már Einarsson
Rolf Toft fer frá Víkingi - 99% líkur á að Taskovic verði áfram
Rolf Toft.
Rolf Toft.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Danski framherjinn Rolf Toft verður ekki áfram í herbúðum Víkings R. á næsta tímabili. Þetta staðfesti Milos Milojevic, þjálfari Víkings, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Rolf kom til Víkings frá Stjörnunni fyrir ári siðan og skrifaði þá undir tveggja ára samning. Endurskoðunarákvæði er í samningnum í haust og Víkingur ætlar að nýta sér það.

Rolf kom við sögu í öllum leikjum Víkings í Pepsi-deildinni í sumar og skoraði í þeim fjögur mörk.

Igor Taskovic, fyrirliði Víkings, verður samningslaus síðar í mánuðinum en allt bendir til þess að hann verði áfram í Fossvoginum.

„Það er 99% líkur á að Igor komi aftur til baka," sagði Milos við Fótbolta.net í dag.

Varnarmaðurinn Milos Zivkovic og framherjinn Vladimir Tufegdzic ætla að spila í heimalandi sínu Serbíu í vetur og framhald þeirra hjá Víkingi mun skýrast á næstu mánuðum.

Óvíst er síðan með framhaldið hjá danska markverðinum Thomas Nielsen en hann stóð vaktina í markinu í sumar.
Athugasemdir
banner
banner