Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
   mán 05. desember 2016 14:00
Magnús Már Einarsson
„Gylfi er 25 milljóna punda virði"
Gylfi fagnar marki.
Gylfi fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Chris Wathan, blaðamaður hjá Wales Online, segir að Gylfi Þór Sigurðsson nái sínu besta fram hjá Swansea þar sem gífurlega mikil ábyrgð hvílir á honum. Gylfi er potturinn og pannann í sóknarleik Swansea en hann hefur komið að meirihluta marka liðsins á þessu tímabili.

„Hann er ánægður með ábyrgðina sem hvílir á honum. Hann er með þessa ábyrgð hjá íslenska landsliðinu og hann þrífst á þessu. Hann fengi kannski ekki sömu ábyrgð hjá stóru félagi. Þetta fær það besta út úr honum," sagði Chris í viðtali í útvarpsþættinum Fótbotla.net á X-inu á laugardaginn.

„Hann er aðalmaðurinn og hann á að skila góðu framlagi. Það er hluti af ástæðu þess að hann skrifaði undir nýjan samning í sumar þegar félög eins og Everton og Leicester voru til í að kaupa hann á 25 milljónir punda. Hann er þess virði."

Gylfi var frábær síðari hlutann á síðasta tímabili þegar hann hjálpaði Swansea að klifra upp úr fallbaráttunni. Hann hefur einnig verið öflugur á þessu tímabili.

„Hann byrjaði tímabilið nokkuð rólega sem er skiljanlegt eftir allt sem hann lagði í EM. Það var ótrúlegt afrek hjá Íslandi og eitthvað sem menn fögnuðu í Wales. Það tók hann smá tíma að komast í sama form og undir lok síðasta tímabils þegar hann bjargaði Swansea frá falli."

Gylfi Hefði átt að fá hluta af peningnum fyrir Bony
Undanfarnar vikur hefur Gylfi spilað talsvert í nýrri stöðu í fremstu víglínu hjá Swansea.

„Eitt af vandamálum Bob Bradley er hversu góður Gylfi er. Hann getur spilað hvar sem er. Honum hefur verið ýtt til vinstri en sú staða var ástæða fyrir því að hann vildi fara frá Tottenham. Gareth Bale var færður inn á miðjuna þar sem hann tók stöðu Gylfa. Gylfi fékk ekki að spila sem númer tíu hjá Tottenham."

„Framherjarnir hafa ekki staðið sig hjá Swansea svo Gylfi hefur spilað sem fölsk nía og hann getur spilað þar. Honum hefur líka verið ýtt út á kant en besta staða hans er sem númer tíu, bakvið framherjann,"
sagði Nathan en hann vonast til að sjá Gylfa hjálpa spænska framherjann Fernando Llorente rífa sig í gang eftir rólega byrjun á Englandi.

„Hann og Fernando Llorente gætu náð vel saman. Samband þeirra á vellinum er svipað og það var hjá Gylfa og Wilfried Bony. Við grínuðumst með það í Swanea að Gylfi hefði átt að fá eitthvað að af peningnum sem fékkst fyrir Bony þegar hann fór til Manchester City á 28 milljónir punda. Gylfi átti svo mikinn þátt í velgegnni Bony hjá Swansea. Ef hann og Llorente ná því sama þá held ég að Swansea verði ekki í vandræðum."

Verður ekki seldur í janúar
Gylfi gerði nýjan samning við Swansea síðastliðið sumar og Nathan óttast ekki að hann verði seldur þrátt fyrir góða frammistöðu að undanförnu.

„Ég held að það sé engin hætta á því í janúar. Nýi samningurinn þýðir að þeir halda honum. Ef Swansea myndi falla, sem við vonum að gerist ekki, þá yrði hann fyrstur til að fara. Ekki af því að Swansea myndi vilja selja hann heldur af því að hann er of góður fyrir Championship deildina og lið myndu reyna að fá hann. Ef Sigurðsson fer í topp 5 lið þá gæti hann lent í sömu vandræðum og hjá Tottenham. Hann fær ekki jafn stórt hlutverk til að standa sig. Ef hann fer í lið um miðja deild þá er spurning hvort þau geti borgað upphæðina sem þarf og hvort þau séu nægilega áhugaverð."

„Swansea sér hann sem mikilvægan hlekk í framtíð félagsins. Liðið hefur verið í vandræðum innan vallar eftir að nýir eigendur tóku við en þeir vilja byggja liðið í kringum Sigurðsson. Eigendurnir verða líka að sýna honum metnað í janúar með því að styrkja hópinn til að komast úr þessari stöðu sem liðið er í."


Swansea er í botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar og Nathan segir ljóst að félagið muni styrkja leikmannahópinn í janúar.

„Ég held að við sjáum 2-3 nýja leikmenn. Ég vona að það verði gæða leikmenn. Swansea eyðir ekki mörgum milljónum eins og topp 7-8 liðin en ég held að félagið þurfi að eyða í leikmenn. Það þarf að passa upp á að hafa nægileg gæði til að komast úr þessum vandræðum," sagði Nathan.

Sjá einnig:
Hlustaðu gegnum Podcast forrit
Athugasemdir
banner
banner