þri 05. desember 2017 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Cesc: Ég óttaðist um framtíð mína hjá Chelsea
Fabregas og Willian fagna marki ásamt N'Golo Kante.
Fabregas og Willian fagna marki ásamt N'Golo Kante.
Mynd: Getty Images
Cesc Fabregas var ekki partur af áformum Antonio Conte sem tók við Chelsea fyrir síðasta tímabil.

Útlit var fyrir að Fabregas færi frá félaginu en miðjumaðurinn tók það ekki í mál og náði að brjóta sér leið inn í byrjunarliðið.

Spánverjinn er búinn að byrja 12 deildarleiki á tímabilinu en á síðasta tímabili byrjaði hann aðeins 13 deildarleiki.

„Ég verð að viðurkenna að ég óttaðist um framtíð mína hjá félaginu á síðasta tímabili," sagði Cesc í gær.

„Ég spilaði lítið og var ekki partur af áformum stjórans. Ég áttaði mig á því að ég hefði tvo möguleika í stöðunni. Ég gat annað hvort gefist upp og samþykkt að ég væri að fara að yfirgefa félagið eða sýnt auðmýkt, metnað og hörku til að sýna stjóranum að ég væri nægilega góður fyrir liðið.

„Ég valdi seinni kostinn og eftir nokkra mánuði komst ég í liðið. Núna get ég sagt að samband mitt við stjórann sé frábært. Ég veit við hverju stjórinn býst af mér og er virkilega hamingjusamur hérna."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner