þri 05. desember 2017 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Clattenburg: Sé ekki eftir því sem ég gerði
Mark Clattenburg.
Mark Clattenburg.
Mynd: Getty Images
Mynd: Guðmundur Karl
Dómarinn Mark Clattenburg segir að orð sín í nýlegu viðtali hafi verið tekin úr samhengi.

Í viðtalinu sagðist Clattenburg, sem er fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, hafa leyft leikmönnum Tottenham að eyðileggja titilvonir sínar sjálfir í 2-2 jafntefli gegn Chelsea í maí 2016.

Liðin mættust á mánudagskvöldi en úrslitin þýddu að Leicester tryggði sér enska meistaratitilinn.

Chelsea kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir en undir lok leiksins varð alt vitlaust. Tveir leikmenn Tottenham fengu rauða spjaldið en Clattenburg segist hafa sleppt því að reka fleiri menn af velli til að geta ekki verið kennt um að eyðileggja titilvonir Tottenham.

„Ég leyfði þeim að fara í sjálfseyðingu til að allir fjölmiðlar og fólk í heiminum gæti sagt: 'Tottenham tapaði titlinum," sagði Clattenburg.

„Ef ég hefði rekið þrjá Tottenham menn af velli, hverjar hefðu fyrirsagnirnar verið? 'Clattenburg kostaði Tottenham titilinn'. Þetta var algjört leikrit sem var sjálfseyðing hjá Tottenham gegn Chelsea og Leicester vann titilinn."

Clattenburg segir að orð sín hafi verið tekin úr samhengi.

„Dómurum hefur ekki verið leyft að tjá sig í fjölda ára. Ég vil reyna að fræða og fá fólk til að skilja. Já, sumt af því sem ég sagði var tekið úr samhengi, ég hefði getað notað önnur orð," sagði Clattenburg.

„En ég sé ekki eftir því sem ég gerði í þessum leik. Ég naut þess að dæma hann. Ég gekk af vellinum og vissi að ég hefði ekki haft áhrif á úrslit leiksins, og það var það mikilvægasta."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner