banner
   þri 05. desember 2017 18:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
France Football: De Gea sá sjöundi besti í heimi
De Gea (hér til hægri).
De Gea (hér til hægri).
Mynd: Getty Images
David de Gea átti ótrúlegan leik gegn Arsenal á laugardag þegar Manchester United vann 3-1. Margir eru á því máli að De Gea sé sá besti í heimi í sinni stöðu, en hann er ekki allra tebolli.

De Gea fékk til að mynda engin atkvæði í valinu á besta markverði ársins hjá FIFA í október.

Tímaritið France Football hélt svo núna kosningu á milli nokkurra goðsagna í markvarðarstéttinni þar sem spurt var hver væri besti markvörður í heimi í augnablikinu. De Gea var þar aðeins í sjöunda sæti og voru Thibaut Courtois og Hugo Lloris m.a. á undan honum.

Manuel Neuer, markvörður Bayern München, fékk fullt hús atkvæði í kjörinu, en næstur á eftir kom Gianluigi Buffon. Courtois var svo í þriðja sætinu og Jan Oblak og Hugo Lloris voru jafnir þar á eftir.

Keylor Navas, markvörður Evrópumeistara Real Madrid, kom í sjötta sæti og á eftir honum var títtnefndur De Gea.

Í dómnefnd France Football voru Santiago Canizares, Lionel Letizi, Sepp Maier, Mark Schwarzer og Francesco Toldo. Allir voru þeir með Neuer sem þann besta, en Toldo var sá eini sem var með De Gea í topp þremur hjá sér. Letizi, Maier and Schwarzer voru ekki einu sinni með De Gea í topp fimm á sínum listum.

Afar athyglisvert en De Gea er þó dáður og elskaður af stuðningsmönnum Manchester United; hann getur huggað sig við það.

Bestu markmennirnir:
1. Manuel Neuer (Þýskaland og Bayern Munich) 30stig
2. Gianluigi Buffon (Ítalía og Juventus) 13stig
3. Thibaut Courtois (Belgía og Chelsea) 9stig
4. Hugo Lloris (Frakkland og Tottenham);
Jan Oblak (Slóvenía og Atletico Madrid) 7stig
6. Keylor Navas (Kosta Ríka og Real Madrid) 5stig
7. David de Gea (Spánn og Manchester United) 4stig
8. Marc-Andre Ter Stegen (Þýskaland og Barcelona) 3stig
9. Samir Handanovic (Slóvenía og Inter Milan) 2stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner