Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
banner
   þri 05. desember 2017 16:15
Magnús Már Einarsson
Gabriel Obertan: Hólmar er frábær náungi
Gabriel Obertan var hjá Manchester United frá 2009 til 2011.
Gabriel Obertan var hjá Manchester United frá 2009 til 2011.
Mynd: Getty Images
Hólmar Örn Eyjólfsson.
Hólmar Örn Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gabriel Obertan, fyrrum kantmaður Manchester United og Newcastle, spilar í dag með Levski Sofia í Búlgaríu. Obertan kom til Manchester United árið 2009 en tveimur árum síðar keypti Newcastle hann í sínar raðir.

Obertan er liðsfélagi Hólmars Arnar Eyjólfssonar í liði Levski sem er sem stendur í 3. sæti í búlgörsku úrvalsdeildinni.

Petar Missov, okkar maður í Búlgaríu, tók viðtal við Obertan í vikunni þar sem hann spurði franska kantmanninn út í Hólmar og íslenska landsliðið.

„Hann er frábær náungi. Hann kom hingað skömmu eftir að ég kom," sagði Obertan um Hólmar.

„Hann hefur aðlagast frábærlega. Hann hefur spilað vel og er frábær náungi utan fótboltans. Hann talar ensku sem gerir mér auðveldara fyrir. Hann hefur mikla reynslu. Hann hefur spilað í Englandi og Ísrael og hann hefur sýnt með spilamennsku sinni að Levski valdi rétt með því að fá hann."

Hólmar og hinn tékkneski David Jablonský hafa myndað öflugt teymi í hjarta varnarinnar hjá Levski en liðið hefur einungis fengið átta mörk á sig í 19 leikjum á tímabilinu.

„Þeir passa vel saman. Þeir eru góðir í fótunum og geta sent boltann vel. Það er sjaldgæft að miðverðir séu svona öruggir með boltann. Þeir hafa fengið fá mörk á sig og það er frábært."

Erfitt að vinna Ísland
Obertan fylgdist eins og margir aðrir með ævintýrum Íslands á EM í Frakklandi í fyrra.

„Ég veit ekki mikið um Ísland en íslenskur fótbolti komst á kortið á EM. Það er vel gert hjá þeim að ná þessum úrslitum sem þeir hafa náð að undanförnu og vonandi endist þetta lengi hjá þeim," sagði Obertan við Fótbolta.net.

„Íslenska liðið spilar með hjartanu og af mikilli ástríðu. Þeir berjast fyrir landið og sýna það á vellinum. Það er erfitt að vinna svona lið. Öll þjóðin stendur við bakið á þeim. Þó að Ísland sé ekki með leikmenn sem spila í stærstu deildunum þá nær landsliðið þessum úrslitum."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner