Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 05. desember 2017 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin í dag - Atletico þarf sigur á Brúnni og heppni í Róm
Mynd: Getty Images
Lokaumferð Meistaradeildarinnar hefst í kvöld og lýkur á morgun og er mikið af spennandi viðureignum á dagskrá.

Manchester United er í góðri stöðu á toppi A-riðils fyrir leik kvöldsins gegn CSKA frá Moskvu. Rauðu djöflarnir þurfa að tapa með fimm marka mun til að missa af útsláttarkeppninni.

Paris Saint-Germain og Bayern München eru bæði komin uppúr B-riðli og engir raunhæfir möguleikar á að Bayern taki toppsætið af Frökkunum sem eru búnir að skora 24 mörk og fá aðeins 1 á sig og því öruggir á toppi riðilsins.

Chelsea tekur á móti Atletico Madrid í dauðariðlinum og nægir heimamönnum eitt stig til að tryggja sér toppsætið. Það bendir allt til þess að Atletico sé á leið niður í Evrópudeildina. Spánverjarnir þurfa að sigra Chelsea á Stamford Bridge og á sama tíma treysta á sigur eða jafntefli Qarabag á útivelli gegn Roma, til að eiga möguleika á að komast áfram.

Barcelona er komið upp úr D-riðli og verður leikur liðsins við Sporting frá Lissabon sýndur beint í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport 3. Juventus heimsækir Olympiakos á sama tíma og þarf sigur til að tryggja sig uppúr riðlinum ásamt Börsungum.

Þriðjudagur:
19:45 Man Utd - CSKA Moskva (Stöð 2 Sport 2)
19:45 Benfica - Basel
19:45 Bayern - PSG (Stöð 2 Sport 5)
19:45 Celtic - Anderlecht
19:45 Chelsea - Atletico Madrid (Stöð 2 Sport 4)
19:45 Roma - Qarabag
19:45 Barcelona - Sporting (OPINN á Stöð 2 Sport 3)
19:45 Olympiakos - Juventus
Athugasemdir
banner
banner