Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 05. desember 2017 12:00
Elvar Geir Magnússon
Meistaradeildin í kvöld - Þetta getur gerst
United er nánast öruggt áfram.
United er nánast öruggt áfram.
Mynd: GettyImages
Kemst Roma áfram?
Kemst Roma áfram?
Mynd: Getty Images
Barcelona er búið að vinna riðilinn.
Barcelona er búið að vinna riðilinn.
Mynd: Getty Images
Keppni í riðlum A-D í Meistaradeild Evrópu lýkur í kvöld.

Hér að neðan má sjá hvaða möguleikar eru í stöðunni fyrir kvöldið en staðan í riðlunum fylgir.

A-riðill:
Benfica - Basel
Manchester United - CSKA Moskva

United þarf aðeins eitt stig til að vinna riðilinn og má tapa með sex marka mun en fer samt áfram ef Basel mistekst að vinna.

Ef United tapar og Basel vinnur ekki Benfica fara United og Moskva áfram. Fyrsta sætið ræðst þá á innbyrðis viðureignum en Jose Mourinho og hans menn unnu útileikinn í Moskvu 4-1.

United er svo gott sem öruggt áfram. Sigrar hjá CSKA og Basel og United þarf að missa niður sjö marka forskot til að detta úr leik. Basel mun þá líklega fylgja þeim.

B-riðill:
Bayern München - Paris Saint-Germain
Celtic - Anderlecht

PSG og Bayern eru bæði komin áfram en toppsætið er ekki ljóst.

PSG vann fyrri leikinn milli þessara liða stórt svo þýska liðið þarf að vinna með fjögurra marka mun til að taka efsta sætið.

Celtic og Anderlecht berjast um þriðja sætið. Celtic fer í Evrópudeildina nema liðið tapi 3-0 eða stærra.

C-riðill:
Roma - Qarabag
Chelsea - Atletico Madrid

Chelsea er þegar komið áfram og mun tryggja sér efsta sætið með sigri eða ef Roma nær ekki að vinna Qarabag.

Ítalska liðið er áfram ef það vinnur eða ef Atletico gerir það ekki.

Atletico þarf sigur og vonast til að Roma tapi til að enda í öðru sæti. Ef bæði lið enda með níu stig þá stendur Atletico betur að vígi í innbyrðis viðureignum.

Qarabag endar í neðsta sæti.

D-riðill:
Barcelona - Sporting Lissabon
Olympiakos - Juventus

Barcelona hefur unnið riðilinn og Juventus mun fylgja ef þeir vinna í Grikklandi eða ef Sporting tekst ekki að vinna.

Juve gæti endað með sama stigafjölda og Sporting og farið áfram þar sem þeir hafa betur innbyrðis. Portúgalska liðið fer áfram ef þeir vinna og ítalska liðið gerir það ekki.

Olympiakos er límt við botnsætið.
Athugasemdir
banner
banner