Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 05. desember 2017 12:40
Elvar Geir Magnússon
Messi sagður hafa hafnað risatilboði frá Man City
City reyndi að fá Messi.
City reyndi að fá Messi.
Mynd: Getty Images
Spænska blaðið Marca segir að Lionel Messi hafi hafnað risatilboði frá Manchester City áður en hann skrifaði undir framlengingu á samningi sínum við Barcelona.

Argentínski snillingurinn skrifaði undir samning við Börsunga í nóvember. Samningurinn færir honum 500 þúsund pund í vikulaun og gildir til 2021.

Marca segir að City hafi boðið Messi risasamning, 850 þúsund pund í vikulaun ásamt 88 milljónum punda í bónus fyrir að skrifa undir.

Sagt er að City hafi komið tilboðinu til talsmanna Messi án þess að fá leyfi frá Barcelona. City hefði mátt ræða við Messi í janúar ef hann hefði ekki skrifað undir nýja samninginn.

City vissi að það þyrfti að bregðast hratt við til að geta átt möguleika á að fá Messi. Hann er að eiga enn eitt frábæra tímabilið fyrir Barcelona sem er með fimm stiga forystu í La Liga.

Sjá einnig:
Stytta af Messi eyðilögð í Argentínu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner