Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
   sun 06. janúar 2013 17:52
Elvar Geir Magnússon
Naumur sigur Liverpool á utandeildarliðinu
Markið sem réði úrslitum átti ekki að standa
Budwiser
Mansfield Town 1 - 2 Liverpool
0-1 Daniel Sturridge ('7 )
0-2 Luis Alberto Suarez ('59 )
1-2 Matt Green ('79 )

Liverpool mætir Oldham í næstu umferð FA-bikarsins en liðið vann nauman 2-1 sigur gegn utandeildarliðinu Mansfeild á útivelli í dag.

Daniel Sturridge lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool og kom liðinu yfir eftir sjö mínútna leik. Skömmu síðar klúðraði hann dauðafæri.

Luis Suarez kom inn sem varamaður fyrir Sturridge og skoraði annað mark Liverpool á 59. mínútu. Markið hefði þó aldrei átt að standa þar sem Suarez tók boltann með hendi áður en hann skoraði.

Mansfield sýndi flotta baráttu og minnkaði muninn á 79. mínútu. Með smá heppni hefði liðið getað jafnað en það átti hættulegar sóknir í lokin.
Athugasemdir
banner
banner