Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   þri 06. janúar 2015 14:00
Magnús Már Einarsson
Juraj ekki áfram hjá Grindavík
Juraj Grizelj í leik með Grindavík.
Juraj Grizelj í leik með Grindavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Juraj Grizelj mun ekki leika áfram með Grindvíkingum í sumar þrátt fyrir að hann hafi átt eitt ár eftir af samningi sínum við félagið.

Eftir að hafa verið valinn í lið ársins í 1. deildinni árið 2013 náði Juraj ekki alveg sama flugi með Grindavík í fyrra. Hann spilaði þó vel fyrir Grindavík og skoraði átta mörk í 19 leikjum í fyrstu deildinni.

Af fjölskylduástæðum er síðan ljóst að Juraj mun ekki leika með Grindavík í sumar.

,, Hann hafði samband við okkur fyrir jól með þá ósk að losna undan samning við okkur vegna fjölskyldumála," sagði Óli Stefán Flóventsson aðstoðarþjálfari Grindvíkinga í samtali við Fótbolta.net.

,,Það er klárt að við erum að missa einn besta leikmann 1.deildar en við skiljum hans aðstöðu vel og látum því undan."

,,Við erum nú þegar brugðist við með því að semja við Ásgeir Þór Ingóslfsson og svo eru nokkur spil á borðinu sem við erum að skoða til að styrkja okkur enda búnir að missa fjóra byrjunarliðsmenn, þá Juraj, Óskar Pétursson, Daníel Leó Grétarsson og Jordan Edridge."


Á fimmtudaginn mætir spænski varnarmaðurinn Rodrigo Gomes Mateo til Grindvíkinga á reynslu en hann mun leika með liðinu í Fótbolta.net mótinu. Grindvíkingar eiga fyrsta leik þar gegn Keflavík á laugardag..

Óli Stefán þekkir hinn hávaxna Rodrigo vel en hann lék undir hans stjórn hjá Sindra síðastliðið sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner