Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 06. febrúar 2015 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Ejub Purisevic: Þetta mót er gullið fyrir okkur
Ejub Purisevic
Ejub Purisevic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ólafsvíkur, var auðvitað ánægður með 2-3 sigur liðsins á HK í úrslitaleik B-deildar Fótbolta.net mótsins í gær en leikurinn fór fram í Kórnum.

HK-ingar leiddu í hálfleik með einu marki gegn engu en í þeim síðari tóku Ólafsvíkingar við sér og jöfnuðu á fyrstu mínútu síðari hálfleiks.

Gestirnir bættu við tveimur mörkum á fimm mínútna kafla áður en Birkir Valur Jónsson minnkaði muninn undir lokin eftir þunga sókn heimamanna.

Þetta er annar titill Ólafsvíkinga á tímabilinu en liðið vann Íslandsmeistaratitilinn í Futsal á dögunum og virðist því undirbúningstímabilið fara heldur vel af stað hjá liðinu.

,,Það er alltaf gott að vinna. Þó svo við höfum verið í erfiðleikum á mótinu og höfum verið að prófa einhverja leikmenn þar sem einhverjir verða áfram og einhverjir verða ekki áfram þá var samt gott að vinna," sagði Ejub við Fótbolta.net.

,,Það var gott að jafna strax í upphafi fyrri hálfleik en HK er með mjög gott lið og var að sapa sér fullt af færum. Við vorum tiltölulega fljótir að skora þrjú mörk en HK-ingar setja þunga pressu á okkur og við vorum kannski heppnir að ná að vinna leikinn þarna í restina."

,,Við fórum yfir nokkra hluti hvernig við ætluðum að halda boltanum og pressa. Við fáum alltaf einhvern kafla í leiknum til að skapa okkur eitthvað og við vitum það,"
sagði Ejub

,,Þetta mót er gullið fyrir okkur því við eigum ekki hús til að spila í og það yrði erfitt fyrir okkur að finna æfingaleiki. Það er vel haldið utan um þetta og áttum mjög fína leiki og mæli ég eindregið að þetta mót haldi göngu sinni áfram. Við erum klárlega meira tilbúnir núna fyrir Lengjubikarinn heldur en ef við myndum spila æfingaleiki," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner