Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   lau 06. febrúar 2016 18:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Björgvin Stefánsson skoraði fyrir Kongsvinger
Björgvin Stefánsson var fljótur að láta til sína taka hjá Kongsvinger
Björgvin Stefánsson var fljótur að láta til sína taka hjá Kongsvinger
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kongsvinger 2-0 HamKam
1-0 Björgvin Stefánsson ('18 )
2-0 Harald Holter ('72 )

Haukamaðurinn, Björgvin Stefánsson, var á skotskónum þegar Kongsvinger lagði HamKam, 2-0 í æfingaleik, en Björgvin er á reynslu hjá Kongsvinger þessa daganna.

Björgvin var fljótur á komast á blað hjá Kongsvinger, sem leikur í B-deildinni í Noregi, en hann skoraði á 18. mínútu.

Leikurinn endaði 2-0 fyrir Kongsvinger, en Harald Holter bætti við marki á 72. mínútu í þessum leik sem fram fór í Kongs­vin­ger­höll­inni.

Hinn 21 árs gamli Björgvin sló í gegn með ungu liði Hauka á síðasta tímabili og varð markahæstur í 1. deildinni með 20 mörk í 22 leikjum.

Hann hefur vakið athygli erlendra liða í kjölfarið og var meðal annars til reynslu hjá Lilleström, en þar ræður Rúnar Kristinsson ríkjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner