Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 06. febrúar 2016 15:17
Ívan Guðjón Baldursson
Fótbolta.net mótið: Grótta í 3. sæti eftir vítaspyrnukeppni
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Afturelding 1 - 1 Grótta
1-0 Gunnar Wigelund ('52)
1-1 Ásgrímur Gunnarsson ('65)

Afturelding mætti Gróttu í leik um 3. sæti B-deildar Fótbolta.net mótsins.

Fyrri hálfleikurinn var markalaus en Gunnar Wigelund kom Aftureldingu yfir snemma í síðari hálfleik.

Ásgrímur Gunnarsson jafnaði leikinn fyrir Gróttu og meira var ekki skorað í venjulegum leiktíma svo það þurfti að grípa til vítaspyrnukeppnar.

Grótta vann vítaspyrnukeppnina 4-3 og endar því í 3. sæti mótsins.
Athugasemdir
banner
banner