Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 06. febrúar 2016 12:26
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp ekki á hliðarlínunni gegn Sunderland
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, verður ekki á hliðarlínunni í leik liðsins í dag gegn Sunderland.

Klopp missir af leiknum vegna botnlangabólgu sem krefst aðgerðar, en óvíst er hvort hann verði klár í slaginn fyrir bikarleikinn gegn West Ham United á þriðjudaginn.

Liverpool á möguleika á því að komast í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar með sigri gegn Sunderland, en það eru ellefu stig í meistaradeildarsæti sem er markmið félagsins á tímabilinu.

Viðureign Liverpool og Sunderland hefst klukkan 15:00 og verður sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Athugasemdir
banner
banner