Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 06. febrúar 2016 07:30
Óðinn Svan Óðinsson
Ólíklegt að Giggs vilji starfa með Mourinho
Louis van Gaal í góðum félagskap
Louis van Gaal í góðum félagskap
Mynd: Twitter
Eins og greint var frá í gærkvöldi bendir ansi margt til þess að Portúgalinn Jose Mourinho verði næsti stjóri Manchester United.

Louis van Gaal mun að öllum líkindum yfirgefa United eftir þessa leiktíð en liðið hefur ekki staðið undir væntingum undir stjórn Hollendingsins.

Heimildir herma að ekki sé líklegt að Ryan Giggs núverandi aðstoðarmaður liðsins sé tilbúinn að vinna undir stjórn Mourinho hjá United.

Giggs sem verið hefur aðstoðarmaður Van Gaal frá því hann tók við liðinu  var upphaflega í þjálfarateyminu hjá Skotanum David Moyes.

Ekki er talið ólíklegt að Giggs reyni fyrir sér sem aðalþjálfari hjá öðru félagi.
Athugasemdir
banner
banner
banner