Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 06. febrúar 2016 19:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Markalaust í stórleik Bayer og Bayern
Alonso sá rautt í dag
Alonso sá rautt í dag
Mynd: Getty Images
Bayer 0 - 0 Bayern
Rautt spjald:Xabi Alonso, Bayern ('84)

Stórleik helgarinnar í þýsku Bundesligunni var að ljúka, en þar mættust Bayer Leverkusen og Bayern Munchen.

Leikurinn stóðst alls ekki undir væntingum, en hvorugt liðið náði að koma boltanum í netið.

Lið Bayer Leverkusen var mjög skipulagt og leyfði Bayern ekki að spila sinn leik, en til marks um það má nefna það að Bayern náði ekki skoti á rammann fyrr en á 23. mínútu.

Ekki batnaði svo dagurinn fyrir Bayern þegar að Xabi Alonso var rekinn af velli þegar sex mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Eftir þennan leik er Bayern með 53 stig á toppi deildarinnar, en Bayer er með 32 stig í fimmta sæti.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner