mán 06. febrúar 2017 11:30
Magnús Már Einarsson
Van Persie gerði allt vitlaust - Eiginkona leikmanns brjáluð
Van Persie fagnar marki sínu fyrir framan Oguzhan Ozyakup.
Van Persie fagnar marki sínu fyrir framan Oguzhan Ozyakup.
Mynd: Getty Images
Twitter færslan sem Jelena Karleusa, eiginkona Dusko Tosic, setti á Twitter eftir leikinn.
Twitter færslan sem Jelena Karleusa, eiginkona Dusko Tosic, setti á Twitter eftir leikinn.
Mynd: Getty Images
Robin van Persie, framherji Fenerbahce gerði alla hjá Besiktas brjálaða í bikarleik liðanna í gær.

Í fyrri hálfleik fékk Dusko Tosic, leikmaður Besiktas, rauða spjaldið. Tosic féll við eftir baráttu við Van Persie. Hollendingurinn henti sér síðan í jörðina og í kjölfarið var Tosic rekinn af velli eins og sjá má á myndbandi neðst í fréttinni.

Jelena Karleusa, eiginkona Tosic, var brjáluð eftir leikinn en hún setti inn Twitter færslu sem má sjá hér til hliðar. Karleusa eyddi færslunni síðar að ósk Tosic.

Van Persie skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik og skaut Fenerbahce þannig áfram. Eftir markið hljóp hann að Oguzhan Ozyakup, miðjumanni Besiktas, og fagnaði markinu með því að renna sér á hnjánum fyrir framan hann.

Ozyakup var á sínum tíma á mála hjá Arsenal ásamt Van Persie. Ozyakup segir að vinslit hafi orðið í leiknum í gær.

„Ég hef margt að segja um atvikin inni á vellinum en ég ætla þó ekki að gera það," sagði Ozyakup eftir leik. „Ég vil bara segja eitt. Ég var mjög góður vinur ákveðins leikmanns á vellinum. Það breyttist í dag. Stundum sérðu raunverulegt andlit fóboltamanns inni á vellinum."

Hér að neðan má sjá rauða spjaldið hjá Tosic, markið og fagnið hjá Van Persie og færslu sem eiginkona hans setti inn á Twitter eftir að hafa eytt fyrri færslunni.



Athugasemdir
banner
banner