Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
   fim 06. mars 2014 11:39
Magnús Már Einarsson
U19 ekki í vandræðum með níu Svía
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil skoraði fyrra markið.
Emil skoraði fyrra markið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland - Svíþjóð
1-0 Emil Ásmundsson ('22)
2-0 Oliver Sigurjónsson ('42)
Rautt spjald: Chrisitan Kouakou ('15) og Joakim Olausson ('34)

U19 ára landslið karla sigraði Svía 2-0 í vináttuleik í Egilshöll í dag. Ísland sigraði einnig 3-0 þegar þessi lið áttust við á þriðjudag og þó mörkin hafi verið færri í dag þá var sigurinn aldrei í hættu.

Íslenska liðið var tveimur mönnum fleiri í tæpan klukkutíma og átti 27 marktilraunir gegn 2 hjá agalausum Svíum.

Christian Kouakou frramherji Svía fékk rautt spjald eftir einungis korter fyrir pirring eftir að búið var að flauta en hann virtist hrækja á leikmann íslenska liðsins. Svíar vildu setja annan mann inn á þar sem um vináttuleik er að ræða en þeir fengu ekki leyfi til þess vegna þess að leikurinn telst sem alþjóðlegur leikur.

Skömmu síðar kom fyrra mark Íslands þegar Emil Ásmundsson skoraði með fínu skoti eftir góða sókn og sendingu frá Adam Arnarsyni.

Svíar misstu annan mann af velli eftir rúman hálftíma þegar Joakim Olausson hrinti Emil eftir að búið var að flauta.

Samúel Kári Friðjónsson, sem lék frammi í dag, átti stangarskot áður en annað mark Íslands kom. Fyrirliðinn Oliver Sigurjónsson skoraði þá með fallegu skoti beint úr aukspyrnu frá vítateigshorni.

Kristinn Rúnar Jónsson gerði fimm breytingar á íslenska liðinu í hálfleik og síðari hálfleikurinn var afskaplega bragðdraufur.

Næsta verkefni íslenska liðsins er í maí en þá tekur liðið þátt í milliriðli á EM. Þar er liðið með Írum, Serbum og Tyrkjum í riðli.

Ísland: Fannar Hafsteinsson (Sveinn Sigurður Jóhannesson 46), Adam Örn Arnarson, Aron Rúnarsson Heiðdal, Daníel Leó Grétarsson, Jón Ingason; Daði Bergsson (Aron Bjarnason 59), Emil Ásmundsson (Gunnlaugur Hlynur Birgisson 46), Oliver Sigurjónsson (Böðvar Böðvarsson 46), Ævar Ingi Jóhannesson (Davíð Kristján Ólafsson 66); Samúel Kári Friðjónsson (Heiðar Ægisson 46), Kristján Flóki Finnbogason (Elías Már Ómarsson 46).
Athugasemdir
banner