Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 06. mars 2015 17:30
Magnús Már Einarsson
Björn Bragi: Adebayor er sturlaður
Harry Kane er aðalmaðurinn á White Hart Lane.
Harry Kane er aðalmaðurinn á White Hart Lane.
Mynd: Getty Images
Harry Kane hefur slegið í gegn í liði Tottenham á þessu tímabili. Tottenham stuðningsmennirnir Björn Bragi Arnarsson og Jóhann Alfreð Kristinsson ræddu frammistöðu hans í sjónvarpsþættinum Fótbolti.net á ÍNN í gærkvöldi.

,,Maður hafði það á tilfinningunni að þetta væri einhver gaur úr akademíunni sem myndi fá að spila nokkra Evrópuleiki áður en hann myndi fara í Championship. Það hefur komið mjög skemmtilega á óvart að sjá þennan náunga," sagði Jóhann Alfreð.

,,Þegar maður sá hann fyrst virkaði hann klunnlaegur en síðan gerir hann allt. Hann skýtur fyrir utan teig, skallar og afgreiðir færi. Hann er með alla eiginleika sem framherji þarf."

Björn Bragi er ekki eins hrifinn af öðrum framherjum Tottenham, Emmanuel Adebayor og Roberto Soldado.

,,Adebayor er svo ruglaður. Ég hef gaman að honum og hann hefur átt flotta spretti á sínum ferli. Hann er bara svo sturlaður eins og sést á fréttum," sagði Björn Bragi.

,,Ég hafði þolinmæði lengur en margir fyrir Soldado en hann hefur ekki getað neitt. Þetta er eitthvað Torres dæmi. Það eru einhver álög á honum hjá Tottenham," bætti Björn við en hann vill fá nýjan framherja á White Hart Lane í sumar.

,,Það væri flott að hafa Harry Kane áfram og reyna að fá annan sterkan framherja með honum."

Gylfi Þór Sigurðsson bar einnig á góma í þættinum en hann skoraði gegn sínum gömlu félögum í Tottenham í vikunni.

,,Það sem gladdi Tottenham hjartað er að Gylfi er vel upp alinn drengur. Hann fagnaði ekki markinu og hefur greinilega Spurs taug ennþá," sagði Jóhann Alfreð en í þættinum báru þeir félagar Christian Eriksen og Gylfa saman.

,,Þeir eru báðir frábærir leikmenn og það er leiðinlegt að Tottenham hafi ekki getað notað þá báða. Maður saknar þess að hafa Gylfa ekki í liðinu," sagði Björn.

Sjá einnig:
Smelltu hér til að horfa á sjónvarpsþátt Fótbolta.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner