Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 06. mars 2015 17:00
Magnús Már Einarsson
Félög í Serie A gefa Parma pening
Úr leik hjá Parma.
Úr leik hjá Parma.
Mynd: Getty Images
Félög í Serie A hafa samþykkt að gefa Parma fimm milljónir evra til að hjálpa liðinu að klára tímabilið.

Um er að ræða pening úr sjóði sem félög hafa greitt í fyrir vandræði áhorfenda undanfarin ár.

Parma er í gífurlegum fjárhagsvandræðum en leikmenn liðsins hafa ekki fengið útborgað í marga mánuði.

Parma hefur til að mynda ekki getað spilað síðustu tvo heimaleiki þar sem félagið hefur ekki getað borgað fyrir öryggisgæslu.

Nú lítur út fyrir að leikur liðsins gegn Atalanta á sunnudag geti farið fram samkvæmt áætlun en þessar fimm milljónir evra munu hjálpa liðinu að klára tímabilið í Serie A.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner