Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 06. mars 2015 18:30
Magnús Már Einarsson
Kennir leikmönnum að þvo hendurnar
Mynd: Getty Images
Adam Murray, stjóri Mansfield í ensku D-deildinni, hefur verið með nýstárlegar æfingar í vikunni.

Murray hefur farið sérstaklega yfir það með sínum mönnum hvernig á að þvo hendurnar almennilega.

Þetta gerir hann til að minnka smithættu en flensa hefur herjað á leikmenn Mansfield.

,,Að kenna leikmönnum að þvo hendurnar almennilega gæti minnkað veikindi um 2% og það gæti unnið þrjú stig fyrir okkur," agði Murray.

,,Við gætum misst okkar bestu leikmenn í tvo leiki vegna veikinda og það er mikið á einu tímabili."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner