Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 06. mars 2015 14:00
Magnús Már Einarsson
Keown: Verra að hrækja á mann en bíta
Mynd: Getty Images
,,Á ferli mínum hrækti ég aldrei á neinn. Það er ógeðsleg hegðun og ein mesta vanvirðing sem þú getur sýnt annarri manneskju," segir Martin Keown varnarmaður Arsenal.

Keown skrifar í dag pistil í Daily Mail um hrákur eftir að Jonny Evans og Papiss Cisse voru ákærðir fyrir að hrækja á hvorn annan í leik Newcastle og Manchester United í fyrradag.

Cisse er á leið í sjö leikja bann þar sem hann fékk rautt spjald fyrr á tímabilinu og það skýrist í dag hvort Evans fari í sex leikja bann eða ekki fyrir sinn þátt

Keown segist líta það alvarlegri augum að hrækja á andstæðing heldur en að bíða.

,,Varðandi refsingu þá er hægt að segja að þetta sé jafn slæmt ef ekki verra en að bíta. Luis Suarez fékk átta leikja bann fyrir að bíta Branislav Ivanovic," sagði Keown.

,,Það getur verið vont að vera bitinn en það eru barnaleg og eðlislæg viðbrögð. Að hrækja á einhvern er meira viljandi og móðgandi. Að mínu mati er það verra að hrækja."

,,Ég tel samt að hráka verðskuldi ekki meira en þriggja leikja bann. Já, það verður að vera leikbann, en það er mikilvægara að kenna leikmönnum hversu slæm svona atvik eru fyrir þá sem verða vitni að þeim, eins og fyrir ung börn."

Athugasemdir
banner
banner
banner