Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 06. mars 2015 09:00
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: Goal.com 
Kroos: Kom til Real útaf Ancelotti
Toni Kroos.
Toni Kroos.
Mynd: Getty Images
Þýski landsliðsmaðurinn Toni Kroos, leikmaður Real Madrid, talar afar vel um stjórann Carlo Ancelotto og segir hann eina helstu ástæðu þess að hann kom til félagsins.

Kroos hafði verið lykilmaður í ógnarsterku liði FC Bayern undanfarin ár og varð þar að auki heimsmeistari með Þjóðverum áður en hann gekk í raðir Real síðasta sumar.

,,Ancelotti er ein aðalástæða þess að ég kom hingað - Ég tel það eðlilegt að ræða við stjórann áður en maður tekur svona ákvarðanir," sagði Kroos í samtali við UEFA.com.

,,Hann kom vel fyrir og sagði mér að Real yrði sterkara lið með mig innanborðs. Það var augljóslega mjög jákvætt samtal."

,,Hann hefur treyst mér frá fyrstu mínútu í stöðu sem ég hef ekki mikið spilað, sem var samt á miðjunni. Ég nýt mín í þessari stöðu."
Athugasemdir
banner
banner
banner