fös 06. mars 2015 13:00
Magnús Már Einarsson
Mið-Ísland skorar á Gumma Ben að taka uppistand
Guðmundur Benediktsson.
Guðmundur Benediktsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björn Bragi Arnarsson og Jóhann Alfreð Kristinsson úr uppistands hópnum Mið-Ísland voru gestir í sjónvarpsþættinum Fótbolti.net á ÍNN í gær.

Í þættinum var meðal annars rætt um það hvaða leikmenn og þjálfarar gætu náð langt í uppistandi.

Guðmundur Benediktsson, aðstoðarþjálfari KR og lýsandi á Stöð 2 Sport, var þar nefndur til sögunnar.

,,Willum (Þór Þórsson) gæti verið góður kannski. Hann er mælskur. Ég held samt að sá best yrði Gummi Ben. Hann yrði rosa góður, " sagði Björn Bragi.

Mið-Ísland er með sýningu í Þjóðleikhúskjallaranum þessa dagana og þeir Björn Bragi og Jóhann Alfreð hafa skorað á Gumma Ben að taka slaginn og koma sem gesta uppistandari með hópnum eitt kvöld.

,,Ég kalla eftir því að fá fimm mínútur frá Gumma Ben. Við skorum á Gumma Ben. Ef hann vill taka fimm mínútur með okkur í Þjóðleikhúskjallaranum þá er hann velkominn hvenær sem er."

Sjá einnig:
Smelltu hér til að horfa á sjónvarpsþátt Fótbolta.net
Athugasemdir
banner
banner